Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Aldursflokkamót Umf. Samherja laugardaginn 30. nóvember

Aldursflokkamót Umf. Samherjar mun fara fram laugardaginn 30. nóvember  í Íþróttamiðstöðinni við Hrafnagil eins og segir í mótaskrá BTÍ. 

DAGSKRÁIN ER FYRIRHUGUÐ EFTIRFARANDI:

13:00 Einliðaleikur hnokka f. 2009 og síðar

13:00 Einliðaleikur táta f. 2009 og síðar

13:00 Einliðaleikur pilta f. 2007-2008

13:00 Einliðaleikur telpna f. 2007-2008

14:00 Einliðaleikur sveina f. 2005-2006

14:00 Einliðaleikur meyja f. 2005-2006

14:00 Einliðaleikur drengja f. 2002-2004

14:00 Einliðaleikur stúlkna f. 2002-2004

Við reiknum með að keyra aldursflokkana samhliða þangað til móti lýkur.  Við viljum vekja athygli á því að við mótahald Umf. Samherjar eru engir aðrir í íþróttasalnum en þeir sem eru dómarar, þjálfarar eða leikmenn sem eru að spila eða hafa verið kallaðir upp til að bíða eftir næsta leik.  

Jafnframt biðjum við gesti okkar að gæta hófs í hvatningu og best væri ef yngsti aldurshópurinn fengi að leika sína leiki án þrýstings frá áhorfendum.  Þar fer best á því að klappa vel fyrir keppendum að loknum leikjum.  Við viljum fjölga í íþróttinni og það er mikið undir að yngri iðkendur hafi jákvæða upplifun af þátttöku í mótum. 

Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 29. nóvember nk. kl. 17:00

Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags.

Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.

Þátttökugjald er kr.  1.000 og greiðist á mótsstað eða inn á bankareikning Umf. Samherjar 0302-26-805, kt. 540198-2689. 

Senda skal tilkynningu við skráningu og millifærslu á netfangið [email protected] og setja inn kennitölu leikmanns, sem greitt er fyrir.

Gisting:
Ef áhugi er fyrir gistingu fyrir mót, eftir mót eða hvort tveggja þá bið ég viðkomandi að hafa samband eins fljótt og kostur er. 

Upplýsingar veitir Sigurður Eiríksson í síma 862-2181 eða með vefpósti á ofangreint netfang. 

Aðrar fréttir