Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Alexander og Benedikt kepptu á alþjóðaleikum barna í Suður-Kóreu

Alexander Ivanov, BH og Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi tóku þátt fyrir hönd Reykjavíkur í alþjóðaleikum barna, International’s Children’s games í Daegu í Suður Kóreu þann 5.-10. júlí.
Báðir stóðu sig vel en margir sterkir keppendur voru á mótinu. Ársæll Aðalsteinsson var þjálfari strákanna á leikunum.

Benedikt sigraði leikmann frá Coventry í fyrstu umferð sárabótakeppninnar á öðrum degi keppninnar en sá hafði unnið Benedikt í sömu keppni í Coventry á síðasta ári. Benedikt datt því næst úr keppni eftir tap gegn leikmanni frá Slóvakíu.
Alexander tapaði sínum leik í sárabótakeppninni gegn sterkum þýskum leikmanni en sá fór alla leið og sigraði í sárabótakeppninni.

Keppt var í átta íþróttagreinum á leikunum voru þátttakendur um 1.000 frá u.þ.b. 60 borgum víðs vegar um heiminn. Leikarnir eru haldnir í samstarfi við alþjóða Ólympíunefndina IOC en Íþróttabandalag Reykjavíkur sendi þátttakendur á leikana. Að þessu sinni voru sendir sjö keppendur frá Reykjavík í borðtennis, sundi og frjálsum íþróttum.

Byggt á frétt frá Ársæli og myndir frá honum af Alexander ásamt þýskum mótherja og Benedikt með ungverskum mótherja.

Aðrar fréttir