Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Allar landsliðskonurnar unnu leik í norsku deildinni

Þær Aldís Rún Lárusdóttir, Sól Kristínardóttir Mixa og Stella Karen Kristjánsdóttir léku sem gestalið í norsku kvennadeildinni um helgina f.h. Íslands.

Liðið tapaði fyrst 2-6 fyrir Kobra BTK, þar sem Sól vann þá tvo leiki sem liðið vann.

Næst gerði liðið 5-5 jafntefli við Fornebu BTK, þar sem Sól vann þrjá leiki og þær Aldís og Stella unnu hvor sinn leikinn.

Íslensku konurnar léku svo við B-72 en sá leikur tapaðist 0-6.

Næsta leikjahelgi í deildinni er 10.-11. desember.

Sjá nánar á www.bordtennis.no/seriespill/?avd=dame

Forsíðumynd af Facebook síðu BTÍ.

Aðrar fréttir