Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Allir leikir töpuðust á EM unglinga í dag

Keppni í einstaklingsgreinum á EM unglinga hófst mánudaginn 11. júlí. Leikið var í riðlum í einliðaleik og töpuðust allir leikir dagsins 0-3.

Þá lék Sól í tvenndarleik með Sean Debono frá Möltu og töpuðu þau einnig 0-3. Í tvenndarleik og tvíliðaleik er leikið með einföldum útslætti.

Í frétt frá 10. júlí má sjá í hvaða riðlum íslensku leikmennirnar léku og frá hvaða löndum leikmennirnir voru sem þau mættu.

Leikið verður í tvíliðaleik þriðjudaginn 12. júlí. Þær Kristjana og Þuríður mæta pari frá Norður-Makedóníu í tviliðaleik stúlkna kl. 11. Á sama tíma leika Sól og Sabine Darmanin frá Möltu í tvíliðaleik gegn pari frá Lettlandi og Lúxemborg.

Alexander og Einar mæta svo pari frá Þýskalandi í 64 manna útslætti í tvíliðaleik pilta kl. 12.

Hér má fylgjast með úrslitum úr leikjunum og stigatalningu í rauntíma (live ticker): https://www.ettu.org/en/events/european-youth-championships/draws–amp–results/

Aðrar fréttir