Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Allir verðlaunahafar á Arctic mótinu um helgina

Magnús K. Magnússon og Daði Freyr Guðmundsson (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)

Magnús K. Magnússon var sigursælasti leikmaður Arctic mótsins um síðustu helgi. Magnús sigraði í einliðaleik, tvíliðaleik ásamt Daða Frey Guðmundssyni og í liðakeppni með félögum sínum í A-liði Íslands. Þá fékk Magnús silfur í tvenndarleik þar sem  hann lék með Lilju Rós Jóhannesdóttur. 

Daði Freyr Guðmundsson fékk líka fern verðlaun, þar af tvö gull, silfur í einliðaleik og brons í tvenndarleik, þar sem hann lék með Evu Jósteinsdóttur.
Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir fengu líka fern verðlaun hvor. Þær sigruðu í tvíliðaleik kvenna og voru í silfurliði Íslands-A í liðakeppni. Eva fékk silfur í einliðaleik og brons í tvenndarleik en Lilja silfur í tvenndarleik og brons í einliðaleik.

Færeyska stúlkan Henrietta Nielsen var sigursælust erlendu keppendanna. Hún sigraði í einliðaleik og tvenndarkeppni ásamt Halli Thorsteinssyni. Hún fékk svo brons í tvíliðaleik með Duritu Jensen en rétt missti af verðlaunum í liðakeppni þar sem færeysku stúlkurnar höfnuðu í 4. sæti með jafnmarga vinninga og þær grænlensku.

ÁMU (uppfært 21.7.)

Aðrar fréttir