Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Alls kepptu 258 leikmenn á mótum á keppnistímabilinu 2014-2015

Csanád Forgács-Bálint

Guðrún G Björnsdóttir var stigahæsta konan í lok keppnistímabilsins 2014-2015 (Mynd: Hlöðver Steini Hlöðversson)

Alls tóku 258 leikmenn þátt í mótum á vegum Borðtennissambands Íslands keppnistímabilið 2014-2015, sem er 10 leikmönnum færra en árið áður. Á mótunum léku 193 karlar og 65 konur. Körlum fjölgaði um sjö en konum fækkaði um 15 frá síðasta keppnistímabili.
Þessir 258 leikmenn komu frá 16 félögum, sem er einu fleira en árinu áður. Á þessu keppnistímabili komu inn á listann leikmenn úr nýjum félögum á Norðurlandi í gegnum Norðurlandsdeildina.
Flestir leikmenn komu frá KR, 68 talsins, en 43 kepptu fyrir Dímon og jafnmargir fyrir Víking.

Csanád Forgács-Bálint úr HK og Guðrún G Björnsdóttir úr KR voru stigahæstu karlinn og konan á keppnistímabilinu. Csanád var metinn inn á listann að loknum Reykjavíkurleikunum (Reykjavík International Games), þar sem  hann varð í 2. sæti og vann m.a. Magnús K. Magnússon, sem er í 2. sæti listans. Csanád lék svo með HK í 2. deild karla.

Í meðfylgjandi skjölum má sjá röð leikmanna miðað við styrkleikalistann 1. júní.

Aðrar fréttir