Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Alls tóku 268 leikmenn þátt í mótum á keppnistímabilinu 2013-2014

Magnús K. Magnússon var stigahæsti leikmaður keppnistímabilsins í fyrsta skipti

Alls tóku 268 leikmenn þátt í mótum á vegum Borðtennissambands Íslands keppnistímabilið 2013-2014, sem er 15 leikmönnum færra en árið áður. Á mótunum léku 188 karlar og 80 konur. Konum fækkaði um tvær frá síðasta keppnistímabili en körlum fækkaði um 15.

Þessir 268 leikmenn komu frá 15 félögum, sem er einu færra en árinu áður, þar sem enginn keppti fyrir Ösp á keppnistímabilinu. Flestir leikmenn komu frá KR, 71 talsins, 58 kepptu fyrir Dímon og 48 fyrir Víking.

Víkingarnir Magnús K. Magnússon og Lilja Rós Jóhannesdóttir voru stigahæstu karlinn og konan á keppnistímabilinu. 

 

ÁMU

Aðrar fréttir