Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Alls tóku 282 leikmenn þátt í mótum á keppnistímabilinu 2011-2012

Alls tóku 282 leikmenn þátt í mótum á vegum Borðtennissambands Íslands keppnistímabilið 2011-2012. Þetta eru mun fleiri leikmenn en á síðasta keppnistímabili þegar 223 leikmenn tóku þátt í mótum.  

Á mótum vetrarins kepptu 211 karlar og 71 kona. Þrátt fyrir að konur séu aðeins um þriðjungur af fjölda karla hefur fjöldi þeirra nærri því tvöfaldast frá keppnistímabilinu á undan. 
  
Þessir 282 leikmenn komu frá 12 félögum, tveimur fleiri en árið áður. Við bættist ný borðtennisdeild innan Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Einnig komu aftur til leiks keppendur frá Ungmennafélagi Hrunamanna. 

Flestir kepptu fyrir KR, 97 leikmenn, 57 fyrir Víking og 41 fyrir Dímon. Athygli vekur að meira en helmingur keppenda Dímonar eru konur, og er það eina félagið sem það á við um. 

Íslandsmeistararnir Guðmundur E. Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi eru stigahæsti karlinn og konan sem kepptu á keppnistímabilinu. 

Í meðfylgjandi skjölum má sjá röð þeirra leikmanna sem kepptu á keppnistímabilinu á styrkleikalistanum 1. júní.  

Sjá nánar í skjölunum:  

ÁMU

Aðrar fréttir