Alls tóku 533 leikmenn frá 21 félögum þátt í mótum á Íslandi á vegum BTÍ árin 2017-2019. Það er fjölgun um 58 leikmenn frá síðustu úttekt, sem var gerð fyrir árin 2015-2017. Árin 2013-2015 léku 495 leikmenn í mótum á vegum BTÍ.

Flestir voru leikmenn KR, 150 talsins, 76 kepptu fyrir Dímon, 71 fyrir BH og 68 fyrir Víking. Fyrir önnur félög kepptu 32 eða færri keppendur.

Fjöldi leikmanna einstakra félaga er notaður til að úthluta fulltrúum fyrir ársþing BTÍ, sem verður haldið þann 8. ágúst nk.

Yfirlit yfir fjölda leikmanna eftir félögum: