Alþjóðadómarapróf í haust
Alþjóða borðtennissambandið býður á ný upp á alþjóðadómarapróf (framkvæmt á netinu) í október 2024. Nýtt fyrirkomulag er að fyrir prófið verður boðið upp á 3×3 klst. undirbúningsnámskeið í september, sem mun vafalaust gagnast þátttakendum í þessu krefjandi prófi.
Borðtennissamband Íslands vill gjarnan hvetja fleiri í hreyfingunni til að bæta dómaraþekkingu sína og mun greiða þátttökugjöld landsdómara á Íslandi sem vilja skrá sig. Skráningar skulu berast á netfangið [email protected] eigi síðar en 30. maí nk. svo hægt sé að ljúka skráningum í kerfi ITTF degi síðar. ITTF gerir þá kröfu að þátttakendur séu fæddir 1. janúar 2004 eða fyrr.