Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Alþjóðlegar æfingabúðir KR

Þann 19.-22. desember voru haldnar alþjóðlegar æfingabúðir í Íþróttahúsi Hagaskóla. Meðal þátttakenda voru fimm leikmenn frá B-72 í Noregi, auk íslenskra leikmanna, sem flestir komu frá KR. Um þjálfun sáu þjálfari frá B-72 og íslenskir þjálfarar.

Haldið var lokamót og pizzaveisla í lok búðanna og farið í Laser Tag. Auk þess að æfa borðtennis skoðuðu Norðmennirnir sig um á Suðurlandi og fóru í Bláa lónið.

Myndir af fésbókarsíðu KR.

Aðrar fréttir