Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Alþjóðlegt dómaranámskeið í lok janúar 2015

Paul Schiltz Alþjóðadómari, Referee og fyrrv. skólastjóri second European School í Luxembourg  mun halda dómaranámskeið í Reykjavík helgina 30. jan. til 1. febrúar nk.  Verður Paul Schiltz Referee v. borðtenniskeppninar á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í byrjun júní nk. og er ferð hans til landsins einnig til að kynna sér aðstæður á keppnisstað Smáþjóðaleikanna sem verður TBR húsið.  

Nánari dagskrá á námskeiði Paul Schiltz sem verður dagana 31. janúar (laugardag) og 1. febrúar (sunnudag) verður kynnt hér á næstu dögum en námskeiðið verður í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum.  Allir þeir sem hafa hug á að öðlast alþjóðadómararéttindi eru hvattir til að skrá sig á námskeiðið.

Aðrar fréttir