Andlát – Brynjólfur Þórisson
Félagi okkar Brynjólfur Þórisson, Binni, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 23. febrúar síðastliðinn.
Binni byrjaði í borðtennis árið 1972 í Gerplu og lék með Gerplu, Víkingum og HK á sínum ferli. Hann varð meðal annars Íslandsmeistari í 1. flokki, deildarmeistari í 2. deild og Íslandsmeistari í öldungaflokkum. Binni var virkur í borðtennis fram á síðasta dag þó hann hafi haft hægar um sig á meðan Covid faraldurinn stóð yfir.

Útför Binna fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 3. mars klukkan 15.
Stjórn Borðtennissambandsins og borðtennissamfélagið allt sendir fjölskyldu og vinum hugheilar samúðarkveðjur.