Andlát – Ragnar Ragnarsson
Ragnar Ragnarsson, verkfræðingur og borðtennismaður, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 25. febrúar, 77 ára að aldri.
Ragnar var virkur keppandi í borðtennis frá upphafi formlegrar borðtenniskeppni á Íslandi og varð þrívegis Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla, árin 1972, 1976 og 1977. Hann varð svo margfaldur Íslandsmeistari í öldungaflokki, síðast árið 2018. Ragnar keppti alla tíð fyrir Borðtennisklúbbinn Örninn.
Ragnar var í landsliði Íslands á áttunda áratugnum og tók m.a. þátt í heimsmeistaramótinu árið 1977, en þá tók Ísland þátt í HM í fyrsta skipti.
Ragnar var einn af fyrstu alþjóðadómurum Íslands og var formaður borðtennisdómarafélagsins í mörg ár. Ragnar var líka formaður Borðtennisklúbbsins Arnarsins.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 8. mars kl. 13.
Borðtennisiðkendur senda fjölskyldu og vinum Ragnars innilegar samúðarkveðjur.
Ragnars og Brynjólfs Þórissonar var minnst með mínútuþögn á Íslandsmótinu þann 6. mars.