Arctic Championship 2013, 4. og síðasti dagurinn
Þær stöllur Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir sigruðu í tvíliðaleik kvenna á leikunum en þær unnu Emilju Jonciauskailte og Mette L Sörensen frá Jótlandi 3-0.
Í einstaklingskeppni kvenna voru 17 keppendur frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Jótland/Danmörku.
Í undanúrslitum kvenna léku annars vegar Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir. Vann Eva leikinn nokkuð örugglega 4-0.
Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Henrietta Nielsen Færeyjum og Emilja Jonciauskailte frá Jótlandi/Danmörku. Vann Henrietta nokkuð sannfærandi 4-1.
Í úrslitaleiknum mættust þannig þær Eva Jósteinsdóttir Íslandi og Henrietta Nielsen frá Færeyum. Vann Henrietta leikinn 4-0, 11-8, 11-5, 11-2 og 11-4. Var Henrietta með nokkra yfirburði i kvennakeppninni en hún tapaði aðeins einni lotu í keppninni og þá í undaúrslitaleiknum gegn Emilju frá Jótlandi/Danmörku.
Í einstaklingskeppni karla voru 34 þátttakendur frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Jótland/Danmörku.
Undanúrslitaleikirnir í karlaflokki voru hörkuspennandi. Fóru þeir báðir i odda og gátu ekki verið meira spennandi.
Í undanúrslitum karla léku annars vegar Daði Freyr Guðmundsson Íslandi gegn Andreas Rokkjær Jótlandi/Danmörku. Daði vann en leikur þeirra fór 12-10, 8-11, 10-12, 12-10, 11-9, 6-11 og 11-7.
Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Magnús K Magnússon Íslandi og Aqqalu Nielsen Grænlandi. Fór leikur þeirra 6-11, 12-10, 2-11, 11-3, 4-11, 6-11 og 11-8 fyrir Magga K
Hvorki Daða né Aqqalu var raðað í mótið og árangur þeirra því góður. Sérstaka athygli vakti á mótinu að hinn norsk íslenski Borgar Haug komst í 16 manna úrslit mótsins þar sem hann tapaði gegn Daða Frey Guðmundssyni en spilaði vel.
Í úrslitum mættust þeir Magnús K og Daði Freyr. Vann Magnús K úrslitaleikinn 4-1 (11-4, 2-11, 11-9, 11-4 og 11-8).
Að ári verður mótið haldið í Færeyjum.