Arctic mótið á Grænlandi
Í dag heldur utan hópur frá Íslandi á Arctic mótið á Grænlandi. Hefst mótið á morgun 15. maí og stendur fram á sunnudag 17. maí. Tveir karlahópar fara út og einn kvennahópur. Þjálfari verður Kristján Viðar Haraldsson í forföllum Guðmundar Stephensen og fararstjóri Hlöðver Steini Hlöðversson.
Á mótinu verða lið frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Liðakeppni fer fram á föstudag og fyrir hádegi á laugardag. Einstaklingskeppni hefst síðan kl. 13.00 á laugardaginn og undanúrslit og úrslit í einstaklingskeppninni fer fram á sunnudeginum.