Arctic mótið hefst í Nuuk föstudaginn 18. maí
Arctic mótið 2018 hefst í Nuuk föstudaginn 18. maí og lýkur þann 20. maí. Íslenska liðið flýgur til Nuuk 18. maí og hefur keppni 2-3 klst. eftir að vélin lendir. Liðið kemur heim 23. maí.
Dagskráin, skv. fésbókarsíðu Borðtennissambands Grænlands er á þennan veg:
Föstudagur, 18. maí
16:15 Setningarathöfn
16.30 Liðakeppni karla og kvenna, 1. umferð
17.45-18.30 Kvöldmatur í íþróttahúsinu
19.30 Liðakeppni karla og kvenna, 2. umferð
21.00 Liðakeppni karla, 3. umferð
Laugardagur, 19. maí
09.00 Liðakeppni karla, undanúrslit
11.00 Liðakeppni kvenna, 3. umferð og karla, úrslit
12:30-13:00 Hádegismatur
13.00 Tvenndarleikur
16.00 Tvíliðaleikur kvenna – tvíliðaleikur karla
18:30 Kvöldmatur í íþróttahúsinu
Sunnudagur, 20. maí
09.00 Einliðaleikur kvenna og karla
12:30-13:00 Hádegismatur
13.00 „Cup matches“ og undanúrslit
15.00 Einliðaleikur úrslit
Verðlaunaafhending og lokaathöfn
Forsíðumyndin er frá síðasta Arctic móti, sem haldið var í Færeyjum.
Hér að neðan er að finna lið Íslands á mótinu. Ólafur Rafnsson, landsliðsþjálfari er með liðinu í Grænlandi og Styrmir Stefnisson er fararstjóri í ferðinni.
ÁMU/II, uppfært 20.5.