Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Arctic mótið í borðtennis 14.-16. maí

Arctic mótið í borðtennis fer fram í TBR-húsinu 14.-16. maí. Landslið frá Færeyjum og Grænlandi etja kappi við íslenska landsliðið í liðakeppni karla og kvenna. Þá verður leikið í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

Færeyjar mæta með tvö karlalið og eitt kvennalið, 6 karla og 3 konur. Grænlendingar koma með þrjú karlalið og eitt kvennalið, 9 karla og 4 konur. Ísland sendir þrjú karlalið og tvö kvennalið. Þá hefur fleiri íslenskum leikmönnum verið boðið að keppa á mótinu, svo alls verða 32 leikmenn í einliðaleik karla og 16 í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla og tvenndarleik varð 16 pör og 8 pör í tvíliðaleik kvenna.

Lista yfir leikmenn má sjá hér: Entries of Arctic TT Championships Individuals Events 2016 12.5.

Tímaáætlun

Laugardagur, 14. maí

  • kl.   9.00 Liðakeppni karla og kvenna, riðlar, 1. umferð
  • kl.  11.00 Liðakeppni karla og kvenna, riðlar, 2. umferð
  • kl.  13.30 Liðakeppni karla og kvenna, riðlar, 3. umferð
  • kl.  15.30 Liðakeppni karla,  undanúrslit
  • kl.  17.30 Liðakeppni karla,  úrslit

Sunnudagur, 15. maí

  • kl. 10.00 Tvenndarleikur, úrslit áætluð kl. 12.00-12.30
  • kl. 14.00 Einliðaleikur kvenna, úrslit áætluð kl. 17.30-18.00
  • kl. 14.00 Tvíliðaleikur karla, úrslit áætluð kl. 17.30-18.00

Mánudagur, 16. maí

  • kl. 10.00 Einliðaleikur karla, riðlar
  • kl. 14.00 Einliðaleikur karla, frh., úrslit áætluð kl. 15.30-16.00
  • kl. 14.00 Tvíliðaleikur kvenna, úrslit áætluð kl. 15.30-16.00

Öll úrslit úr mótinu verða birt á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com

 

ÁMU

Aðrar fréttir