Arctic Open 2013. Erlendu liðin mætt til leiks.
Í dag komu til landsins lið frá Grænlandi, Færeyjum og Danmörku ásamt þjálfurum og fararstjórum. Gista þau öll á Hótel 66 á Grensásvegi sem er í göngufæri frá keppnishöllinni í TBR húsinu. Flutninginn annaðist Iceland Excursions sem gerði það með sóma en borðtennismaðurinn Sölvi Rúnar Pétursson aðstoðaði BTÍ með flutningana. Fengu þátttakendurnir afhentan upplýsingabækling sem nálgast má hér við komu sína til landsins. Höfundar bæklingsins eru þær Aldís Rún Lárusdóttir og Ásta Urbancic en yfirumsjón með mótaforritinu Tournamentplanner hafði Einar Geirsson. Æfðu lið Grænlands og Danmerkur í TBR húsinu milli kl. 18.00 til 20.00. Fóru einhverjir keppendanna í kjölfarið í sund í Laugardagslauginni áður en lagst var til hvílu fyrir erfiði næstu daga.