Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Arctic Open 2019

Alþjóðlega borðtennismótið
Arctic Open verður haldið í 7. skipti í ár og verður helgina 17.-19. maí í TBR
húsinu.

Landslið Grænlands
og Færeyja etja kappi við íslenska landsliðið í liðakeppni karla og kvenna. Þá
verður leikið í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

Færeyjar mæta með
tvö karlalið og tvö kvennalið, 6 karla og 6 konur. Grænlendingar koma með tvö
karlalið og eitt kvennalið, 7 karla og 4 konur. Ísland sendir þrjú karlalið og þrjú
kvennalið.

Tímaáætlun er eftirfarandi:

Föstudagur 17. maí:

16:50   Setningarathöfn

17:00   Tvenndarleikur (leikið í fjórum riðlum og svo
með útslætti)

Laugardagur 18. maí:

10:00   Liðakeppni karla og kvenna (fimm umferðir)

Sunnudagur 19. maí:

10:00   Tvíliðaleikur karla og kvenna (leikið í
tveimur riðlum og svo með útslætti)

14:00   Opinn einliðaleikur karla og kvenna (leikið í
riðlum og svo með útslætti)

17:30   Verðlaunaafhending

Leikið verður með hvítum STIGA*** keppniskúlum. Öll úrslit úr mótinu verða birt á vef Tournament Software og gilda innbyrðis leikir Íslendinga til stiga á styrkleikalista BTÍ.

Nánar um opið
einliðaleiksmót sunnudaginn 19. maí:

Allir
borðtennisleikmenn í 1. flokki og meistaraflokki karla og kvenna eru velkomnir.
Skráningar berist viku fyrir mót (í síðasta lagi föstudaginn 10. maí) á
netfangið [email protected].

Aðrar fréttir