Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ársól Arnardóttir íþróttakona KR

Ársól Clara Arnardóttir, borðtenniskona úr KR, var valin íþróttakona KR árið 2021. Þetta var tilkynnt á aðalfundi KR 20. maí sl.

Ársól varð Íslandsmeistari í 1. flokki kvenna vorið 2021 en varð í 3.-4. sæti árið 2020. Þá fékk hún bronsverðlaun á Reykjavíkurleikunum 2020. Hún hefur síðustu tvö ár verið í A-liði KR í 1. deild kvenna, en liðið varð í 2. sæti í deildinni á keppnistímabilinu sem er að ljúka.

Hún keppti á Roskilde cup í febrúar 2020 með fleiri KR-ingum og varð í 3. sæti í flokknum Senior alle.

Ársól var ritari borðtennisdeildarinnar 2020-2021 og hefur lengi verið virk í starfi fyrir deildina, þrátt fyrir ungan aldur.

Aðrar fréttir