Annað mótið í unglingamótaröð vetrarins fór fram í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli fyrsta vetrardag, 26. október. Mótið var haldið af Borðtennisdeild Dímonar. 

Ársól Arnardóttir, KR; Breki Þórðarson, KR; Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi; Kári Ármannsson, KR og Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR sigruðu í sínum aldursflokki á mótinu. Breki, Ísak, Kári og Sveina sigruðu einnig í sínum flokki á fyrsta móti vetrarins. Enginn keppandi var skráður til leiks í flokki stúlkna 16-18 ára.

Á mótið mættu til leiks 64 keppendur frá sex félögum: BH, Íþróttafélaginu Dímon, Íþróttafélaginu Garpi, Ungmennafélaginu Heklu, KR og Víkingi.

ÁMU