Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ársþing Borðtennissambands Íslands verður haldið 1. október

Ársþing Borðtennissambands Íslands verður haldið 01.10.2016.  Þingið verður haldið í fundarsal, Íþróttamiðstöðinni Laugardal í Reykjavík. Þingsetning verður kl. 11:00.

Kjörbréf verða send út í næstu viku.

Að lokum skal minnt á að frestur til að skila inn breytingatillögum á lögum og reglugerðum er tvær vikur fyrir þing og því þarf að skila breytingatillögum til skrifstofu BTÍ eigi síðar en 15.09.2016 .  Á því skal vakin sérstök athygli að ekki verður tekið við breytingatillögum eftir þann tíma.

Skrifstofa BTÍ mun síðan senda breytingatillögur út til kynningar viku fyrir þing.

Bréf um boðun þings: boðun sept 2016

 

ÁMU skv. bréfi frá formanni BTÍ

Aðrar fréttir