Ársþing BTÍ 2014. Ný lög BTÍ.
Ársþingi BTÍ lauk fyrr í kvöld í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu voru samþykkt ný lög BTÍ sem hafa þegar verið send ÍSÍ til samþykktar. Eru lögin nú birt hér á vef BTÍ og er fyrirvari gerður á endanlegu samþykki ÍSÍ á þeim. Eru hin nýju lög aðgengileg hér.
Sigurður Valur Sverrisson var endurkjörinn formaður BTÍ. Í stjórn voru endurkjörnir Hlöðver Hlöðversson og Ingimar Ingimarsson. Halldór Haralz sem áður var í varastjórn er nú í aðalstjórn og nýr stjórnarmaður er Matthías Stephensen. Í varastjórn voru kjörin þau Tómas Ingi Shelton, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir og Styrmir Stefnisson.