Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ársþing BTÍ 2023 verður haldið 13. maí

Borðtennisþing Borðtennissambands Íslands verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sal C, laugardaginn 13. maí 2023 kl.15:00 sbr. 5. gr. laga sambandsins.

Kjörbréf til aðildarfélaga verða send út á næstu dögum.

Frestur til að skila inn breytingatillögum á lögum og reglugerðum er 21 dögum fyrir þingið eða í síðasta lagi 22. apríl. Breytingatillögur skulu sendar á [email protected].

Ekki verður tekið við breytingatillögum eftir þann tíma. BTÍ mun senda breytingatillögur út til kynningar tveimur vikum fyrir þingið eða í síðasta lagi 29. apríl.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 • Þingsetning.
 • Kjör fundarstjóra og fundarritara.
 • Staðfesta lögmæti fundarins.
 • Kosning kjörbréfanefndar.
 • Fara yfir fundargerð síðasta þings.
 • Afhending viðurkenninga.
 • Ávörp gesta.
 • Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
 • Reikningar sambandsins lagðir fram (með áliti skoðunarmanna).
 • Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.
 • Reikningar bornir undir atkvæði.
 • Fjárhagsáætlun.
 • Lagabreytingar.
 • Umræður og afgreiðsla á tillögum sem þinginu hafa borist.
 • Kosning stjórnar og varamanna.
 • Kosning skoðunarmanna reikninga.
 • Val fulltrúa á íþróttaþing.
 • Önnur mál.
 • Ræða formanns.
 • Þingslit.
 • Fyrir hönd stjórnar Borðtennissambands Íslands

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir
formaður BTÍ

Þingfulltrúar

Hér fyrir neðan má sjá fjölda þingfulltrúa á ársþingi 2023

Félag Iðkendur Þingfulltrúar
Akur 14 2
BH 100 4
BR 29 3
Dímon 82 4
Garpur 41 3
HK 40 3
ÍFR 1 2
KR 151 6
Umf. Selfoss 17 2
Ungmf. Samherjar 8 2
Víkingur 58 4
Örninn 4 2

 

 

Fréttin var uppfærð 7. maí 2023

Aðrar fréttir