Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Auglýsing um störf landsliðsþjálfara og unglingalandsliðsþjálfara

Borðtennissamband Íslands þakkar þeim Ólafi Þór Rafnssyni landsliðsþjálfara og Kristjáni Viðari Haraldssyni unglingalandsliðsþjálfara fyrir óeigingjörn og góð störf þeirra fyrir iðkendur íþróttarinnar og Borðtennissamband Íslands síðastliðin ár. 

Kristján Viðar hefur verið þjálfari unglingalandsliða síðastliðin fjögur ár og hefur fylgt mörgum af afreksefnum íþróttarinnar gegnum mót erlendis, frá mini cadetum á borgarmóti í Riga Lettlandi til cadet og junior leikmanna á Norður Evrópumót og Evrópumót. Á hann stóran þátt í að hópur yngri leikmanna hefur vaxið síðustu árin með stuðningi við þá bæði innan og utan vallar.

Ólafur Þór Rafnsson hefur stýrt ungu landsliði karla og kvennamegin síðastliðin tvö ár á mótum í Finnlandi, Smáþjóðaleikum í San Marínó og Norður Evrópumót. Hefur hann átt gott samstarf við  stóran hóp ólíkra leikmanna og hefur verið sannur leiðtogi í hópnum.

Stjórn BTÍ hefur tekið ákvörðun um að auglýsa báðar stöðurnar lausar til umsóknar.  Umsóknarfrestur er til 1. október nk.

Öllum umsækjendum er heitið trúnaði varðandi umsóknina.

Auglýsingu á íslensku og ensku á pdf sniði um starf landsliðsþjálfara er að finna hér.

Auglýsingu á íslensku á pdf sniði um starf unglingalandsliðsþjáfara er að finna hér.

Texta auglýsingana á íslensku er einnig að finna hér að neðan.

_______________________________________________________________________

Borðtennissamband Íslands (BTÍ) auglýsir eftir landsliðsþjálfara fullorðinslandsliða í borðtennis.

Með aukinni verkefnastöðu í afreksmálum auglýsum við eftir landsliðþjálfara.

Starfið og ábyrgð

  • Landsliðsþjálfari ber ábyrgð á framtíðarskipulagi landsliðanna, markmiðssetningu og hverjar leiðir skuli fara til að ná settu marki, m.a. með vali verkefna og móta í samvinnu við landsliðsnefnd.
  • Góð samskipti við afreksfólk, landsliðsnefnd, aðra landsliðsþjálfara, þjálfara félagsliða og fagteymi.
  • Þróa og fylgja eftir afreksstefnu BTÍ og eiga samstarf við félögin í landinu um þróun afreksmála.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Vilji, kraftur og þor til að þróa afreksborðtennis á Íslandi.
  • Færni í áætlanargerð.
  • Miklir samskiptahæfileikar.
  • Reynsla af borðtennis á afreksstigi.
  • Sjálfstæð, öguð og skipulögð vinnubrögð.
  • Vilji til að bæta sig og auka við þekkingu sína og færni.

Umsóknir (sem þurfa að innihalda hverja sýn umsækjandi hefur á störf landsliðsins næstu tvö árin) ásamt ferilskrá og upplýsingar um menntun og þjálfaragráður með mynd berist til [email protected]fyrir 1. október 2018. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um starfið er hægt að fá þær á sama netfangi.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

_______________________________________________________________________

Borðtennissamband Íslands (BTÍ) auglýsir eftir þjálfara unglingalandsliðs í borðtennis.

Með aukinni verkefnastöðu í afreksmálum auglýsum við eftir þjálfara unglingalandsliðs.

Starfið og ábyrgð

  • Unglingalandsliðsþjálfari ber ábyrgð á framtíðarskipulagi unglingalandsliðs, markmiðssetningu og hverjar leiðir skuli fara að settu marki, m.a.með vali verkefna og móta í samvinnu við landsliðsnefnd.
  • Góð samskipti við afreksfólk, landsliðsnefnd, aðra landsliðsþjálfara, þjálfara félagsliða og fagteymi.
  • Þróa og fylgja eftir afreksstefnu BTÍ og eiga samstarf við félögin í landinu um þróun afreksefna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Vilji, kraftur og þor til að þróa afreksborðtennis á Íslandi.
  • Færni í áætlanargerð.
  • Miklir samskiptahæfileikar og þolinmæði.
  • Reynsla af borðtennis á afreksstigi.
  • Sjálfstæð, öguð og skipulögð vinnubrögð.

Umsóknir (sem þurfa að innihalda hverja sýn umsækjandi hefur á störf landsliðsins næstu tvö árin) ásamt ferilskrá og upplýsingar um menntun og þjálfaragráður með mynd berist til [email protected]fyrir 1. október 2018. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um starfið er hægt að fá þær á sama netfangi.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Aðrar fréttir