Auka ársþing BTÍ haldið 29. júní
Boðað er að nýju til auka ársþings BTÍ til að fara yfir reikninga sambandsins og fjárhagsáætlun 29. júní þar sem ekki náðist að ljúka þeim verkefnum á ársþingi 11. maí. Boðað hafið verið auka ársþing 14. júní en vegna vandræða sem tengdust kjörbréfum varð að boða til nýs fundar.
Fundurinn verður bæði staðfundur og fjarfundur en aðeins þeir sem mæta á staðfund geta greitt atkvæði.
Dagskráin er eftirfarandi:
1. Reikningar sambandsins lagðir fram (með áliti skoðunarmanna).
2. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.
3. Reikningar bornir undir atkvæði.
Dagsetning: 29. júní kl. 12:00 – 13:00
Staðsetning: Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) B-salur.