B-lið BH og B-lið Víkings ósigruð í 2. deild karla
Þriðji leikdagur í 2. deild karla var laugardaginn 24. nóvember og var að þessu sinni leikið í TBR-húsinu. Tvö lið eru enn ósigruð, BH-B í A-riðli og Víkingur-B í B-riðli. Hart er barist um efstu sætin í riðlunum tveimur.
Í A-riðli er staðan sú að BH-B hefur 10 stig eftir 5 leiki, KR-C hefur 8 stig eftir 5 leiki, Akur hefur 4 stig eftir 4 leiki, Víkingur-C hefur 2 stig eftir 5 leiki og HK-C ekkert stig eftir 5 leiki.
Í B-riðli er Víkingur-B með fullt hús stiga eða 10 stig eftir 5 leiki, BH-C hefur 4 stig eftir 4 leiki, KR-D og Umf. Samherjar hafa 4 stig eftir 5 leiki og ÍFR hefur 2 stig eftir 5 leiki.
2. deild
2. deild karla – A riðill.
5. umferð:
Akur A – KR C 0-3 (Akur mætti ekki til leiks)
BH B – HK C 3-0
Víkingur C sat hjá
6. umferð:
Víkingur C – BH B 2-3
KR C– HK C 3-0
Akur A sat hjá
2. deild karla – B. riðill.
5.umferð:
BH C – Samherjar 3-1
ÍFR –KR D 3-0
Víkingur B sat hjá
6. umferð:
Víkingur B – ÍFR 3-2
Samherjar– KR D 1-3
BH C sat hjá
Úrslit úr einstökum leikjum má sjá vef Tournament Software á slóðinni http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=E387B744-38EA-4FDD-86E2-1A37090B6953
Á forsíðunni má sjá leikmenn á Íslandsmóti öldunga sl. vor.
ÁMU (uppfært 25.11.)