B-lið BH sigraði í 2. deild
Úrslit í 2. deild réðust í dag, 6. apríl, þegar undanúrslit og úrslit voru leikin í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi.
Í undanúrslitum mættust annars vegar BH-B og BH-C og sigraði B-liðið 3-1. Í hinum undanúrslitunum léku Víkingur-B og Akur og höfðu Víkingar sigur í þeirri viðureign 3-1.
Í úrslitunum mættust því BH-B og Víkingur-B, og höfðu Hafnfirðingarnir sigur 3-1. Í liði BH-B í dag léku Tómas Ingi Shelton og feðgarnir Björn Brynjar Jónsson og Kristófer Júlían Björnsson. Kristófer Logi Ellertsson lék með liðinu fyrr í vetur.
BH verður því með tvö lið í 1. deild karla í haust. Víkingur-B leikur við KR-B, sem varð í 5. sæti í 1. deild karla, um sæti í 1. deild um sæti í deild
á næsta keppnistímabili.
Í dag var einnig leikið í undanúrslitunum í Raflandsdeild karla og kvenna. Samkvæmt breyttu fyrirkomulagi verða leiknir tveir undanúrslitaleikir og fer seinni leikurinn fram á morgun, 7. apríl.
B-lið KR vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum KR-A í kvennadeildinni en úrslit í öðrum leikjum voru eftir bókinni, þar sem það lið sem endaði ofar í deildinni sigraði.
Úrslit í undanúrslitaleikjunum
Raflandsdeild kvenna
Víkingur – BH 3-0
KR-A – KR-B 1-3
Raflandsdeild karla
BH-A – HK-A 3-0
Víkingur-A – KR-A 3-1
Forsíðumynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.
ÁMU (uppfært 7.4.)