Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Bæklingur með kínverskum borðtennisorðum kominn út

Kominn er út bæklingur með kínverskum borðtennisorðum í íslenskri og enskri þýðingu. Umsjón með útgáfunni hafði Þorbergur Freyr Pálmarsson, borðtennismaður úr BH og nemi í kínversku í HÍ og bæklingurinn er gefinn út af Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum.

Í bæklingnum er kafli með orðum um búnaðinn, annar um leikinn, sá þriðji með orðum um líkamshluta og sá síðasti með ýmsum algengum orðum.

Áhugasamir um að ná sé í eintak geta haft samband við Þorberg. Einnig má ná í ritið hjá Vigdísarstofnun HÍ.

Aðrar fréttir