Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Baptiste og Daði, Aldís og Guðrún sigruðu í liðakeppni fullorðinna á Kjartansmótinu

Verðlaunahafar í liðakeppni karla. Fleiri myndir verða settar inn þegar/ef þær berast.

Fyrri dagur Kjartansmóts KR í borðtennis fór fram í KR-heimilinu við Frostaskjól í dag. Keppt var í liðakeppni. Í dag voru 83 keppendur skráðir til leiks í um 40 liðum.

Í karlaflokki léku liðið Gubbupest (Baptiste Venon, KR og Daði Freyr Guðmundsson, Víkingi) til úrslita við liðið Strákarnir (Ársæll Aðalsteinsson og Magnús K. Magnússon, Víkingi. Bapiste og Daði sigruðu 2-1 í úrslitaleiknum. Magnús vann Daða 3-1 og Baptiste sigraði Ársæl 3-0. Úrslitin réðust því í tvíliðaleik og þar sigruðu Baptiste og Daði 11-6 í oddalotu. Þeir varðveita því Kjartansbikarinn næsta árið.

Í kvennaflokki sigraði liðið Stjórnin (Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G. Björnsdóttir, KR) Gaflara (Nicole Jakubczak og Sigurjóna Hauksdóttir, BH) 3-0 í úrslitum. Aldís vann Nicole 3-0 og Guðrún Björnsdóttir sigraði nöfnu sína sömuleiðis 3-0.
Aldís vann því Kjartansbikarinn annað árið í röð en Guðrún í fyrsta skipti.

ÁMU

Aðrar fréttir