Belgar sigursælir á Belgíumóti BTÍ
BTÍ hélt mót í einliðaleik og tvenndarleik með fimm körlum og fimm konum frá TTC Meerdaal klúbbnum í Leuven í Belgíu, sem eru við æfingar á Íslandi 5.-10. ágúst, auk íslenskra leikmanna. Mótið fór fram í Íþróttahúsi Hagskóla sunnudaginn 7. ágúst.
Belgísku leikmennirnir sigruðu bæði í einliðaleik karla og kvenna. Jorn Gielen sigraði í karlaflokki og Kim Bakkers í kvennaflokki.
Í tvenndarleik léku blönduð pör íslenskra og belgískra borðtennismanna og voru leiknar 2-3 lotur. Sigurvegarar voru Jorn Gielen frá Meerdaal og Aldís Rún Lárusdóttir, KR.
Einliðaleikur karla
1. Jorn Gielen, Meerdaal
2. Kevin Verbruggen, Meerdaal
3.-4. Jelle Waelburgs, Meerdaal
3.-4. Pétur Gunnarsson, KR
Einliðaleikur kvenna
1. Kim Bakkers, Meerdaal
2. Awa Sow, Meerdaal
3.-4. Annabel Vanbrabant, Meerdaal
3.-4. Nelle Lievens, Meerdaal
Kim sigraði Öwu 3-2 í úrslitaleiknum.
Tvenndarleikur
1. Jorn Gielen/Aldís Rún Lárusdóttir, Meerdaal/KR
2. Pétur Gunnarsson/Annabel Vanbrabant, KR/Meerdaal
3.-4. Norbert Bedo/Sofie Van Meerbeek, KR/Meerdaal
3.-4. Jelle Waelburgs/Sól Kristínardóttir Mixa, Meerdaal/BH
Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.
Fréttin var uppfærð 8.8.