Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Belgíumót BTÍ

Sunnudaginn 7. ágúst 2022 heldur Borðtennissamband Íslands Belgíumót BTÍ í Íþróttahúsi Hagaskóla í tilefni af því að tíu belgískir leikmenn frá TTC Meerdaal í Leuven (fimm konur og fimm karlar) verða á landinu.

Keppt verður í opnum flokki kvenna og karla og tvenndarleik.

Dagskrá

Kl. 10:30 Opinn flokkur karla

Kl. 11:00 Opinn flokkur kvenna

Kl. 13:00 Blandaður tvenndarleikur

Fyrirkomulag keppni 

Í opnum flokkum karla og kvenna verður leikið í riðlum og beinum útslætti að því loknu, í samræmi við keppnisreglur BTÍ. Þrjár lotur þarf til að vinna hvern leik.

Fyrirkomulag tvenndarleiksins verður þannig að tekið verður við skráningum á mótsstað og skulu lið vera þannig að belgísku gestaleikmennirnir skulu paraðir með leikmönnum frá Íslandi. Verði leikmenn frá Íslandi afgangs er heimilt að alíslensk lið taki þátt. Keppt verður í litlum riðlum (3-4 lið í riðli) og beinum útlætti að því loknu. Þrjár lotur þarf til að vinna hvern leik.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir fjögur efstu sætin í hverjum keppnisflokki.

Þátttökugjöld

Þátttökugjald er 1.000 kr. á keppnisflokk, fyrir utan að tvenndarleikurinn er ókeypis. Hægt er að greiða þátttökugjald á keppnisstað með seðlum eða millifærslu.

Skráning

Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið [email protected] til kl. 18 föstudaginn 5. ágúst 2022.

Taka skal fram fullt nafn keppenda, kennitölu, félag og keppnisflokk.

Raðað verður í riðla fyrir Belgíumótið í Íþróttahúsi Hagaskóla föstudagskvöldið 5. ágúst kl 18:00. Leikið verður með hvítum Stiga 3ja stjörnu plastkúlum. 

Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags.

Mótstjórn: 

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, gsm. 868 6873, [email protected]

Ingimar Ingimarsson, [email protected]

Yfirdómari: Tilkynnt síðar

Aðrar fréttir