Benedikt Aron, Helena, Lúkas og Viktor sigruðu í Gautaborg
Keppni hélt áfram á Lekstorps Sommarpool 2025 í Gautaborg laugardaginn 28. júní, þar sem um 20 íslenskir leikmenn taka þátt, flestir úr unglingalandsliðshópnum. Benedikt Aron Jóhannsson, Helena Árnadóttir, Lúkas André Ólason og Viktor Daníel Pulgar sigruðu hvert í sínum flokki. Þá komust fjölmargir íslenskir leikmenn á verðlaunapall.
Benedikt Aron Jóhannsson vann í flokki -1600 stig og Kristján Ágúst Ármann varð í 5.-8. sæti. Alexander Chavdarov Ivanov, Darian Adam Róbertsson Kinghorn og Sól Kristínardóttir Mixa unnu leik í riðlinum en komust ekki áfram í keppninni.
Lúkas André Ólason sigraði í flokki -1250 stig og Anton Óskar Ólafsson varð í 9.-14. sæti.
Viktor Daníel Pulgar var sigurvegari í flokki -700 stig (sjá mynd á forsíðu). Benedikt Darri Malmquist varð í 5.-8. sæti og Ari Jökull Jóhannesson og Hergill Frosti Friðriksson höfnuðu í 9.-16. sæti. Þá varð Helena Árnadóttir í 17.-22. sæti. Marta Dögg Stefánsdóttir vann tvo leiki í riðlinum en sat eftir á verra lotuhlutfalli. Brynjar Gylfi Malmquist, Guðmundur Ólafur Bæringsson, Sindri Þór Rúnarsson og Þórunn Erla Gunnarsdóttir unnu einn leik í riðlinum og komust ekki í útsláttarkeppnina.
Helena Árnadóttir sigraði í stúlknaflokki -750 stig og Þórunn Erla Gunnarsdóttir varð í 5.-6. sæti. Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir vann leik í riðlinum en komst ekki áfram.
Óskar Agnarsson var eini íslenski keppandinn í opnum flokki en hann tekur þátt í mótinu á eigin vegum. Óskar vann einn leik í jöfnum riðli, en óhagstæðara lotuhlutfall varð til þess að hann komst ekki áfram í útsláttarkeppnina.
Brynjar Gylfi Malmquist varð í 5.-8. sæti í flokki -650 stig. Jörundur Steinar Hansen og Sindri Þór Rúnarsson unnu leik í riðlinum en komust ekki áfram í flokknum.
Í flokki -1000 stig varð Benedikt Darri Malmquist í 3.-4. sæti en Anton Óskar Ólafsson og Lúkas André Ólason urðu í 5.-8. sæti. Viktor Daníel Pulgar hafnaði í 9.-16. sæti. Ari Jökull Jóhannesson vann einn leik í riðlinum en komst ekki áfram í útsláttarkeppnina.
Darian Adam Róbertsson Kinghorn var eini íslenski keppandinn í flokki -1400 stig. Hann vann einn leik í riðlinum en komst ekki áfram, þar sem hann var með óhagstæðara lotuhlutfall.
Í flokki -1800 stig höfnuðu Benedikt Aron Jóhannsson og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir í 9.-14. sæti. Kristján Ágúst Ármann vann tvo leiki í riðlinum en sat eftir á lotuhlutfalli.
Hér má fylgjast með úrslitum á mótinu: https://resultat.ondata.se/001134/
Myndir frá hópnum í Gautaborg.