Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Benedikt Aron og Helena sigruðu í Færeyjum

Þann 16. mars, á lokadegi æfingabúða íslensku og færeysku unglingalandsliðsmannanna var haldið mót. Íslenskir leikmenn léku til úrslita bæði í drengja- og stúlknaflokki.

Í stúlknaflokki („gentur“) mættust Helena Árnadóttir og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, og hafði Helena sigur. Færeysku stúlkurnar Elsa Kathrina Gisladóttir og Hadassa S. Christiansen höfnuðu í 3.-4. sæti.

Í drengjaflokki („dreingir“) lagði Benedikt Aron Jóhannsson Alexander Chavdarov Ivanov í úrslitaleik. Benedikt Jiyao Davíðsson fékk brons, eins og hinn færeyski Ári Fríðason Jensen.

Myndir fengnar af fésbókarsíðu Færeyska borðtennissambandsins.

Aðrar fréttir