Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Benedikt og Magnús kepptu á alþjóðaleikum ungmenna í Englandi

Benedikt með heimamanni frá Coventry sem hann tapað naumlega fyrir 2-3

Dagana 11.-16. ágúst fóru fram alþjóðlegir leikar, International’s Children’s games, í Coventry á Englandi. Keppt var í ýmsum íþróttum og voru þátttakendur yfir 1000 frá yfir 70 borgum víðs vegar um heim. Leikarnir eru haldnir í samstarfi við alþjóða Ólympíunefndina IOC en Íþróttabandalag Reykjavíkur sendi þátttakendur á leikana. Að þessu sinni voru sendir keppendur frá Reykjavík í borðtennis, tennis og klifri.

Þeir Benedikt Jóhannesson, Víkingi og Magnús Holloway, KR tóku þátt fyrir hönd Reykjavíkur. Ársæll Aðalsteinsson var þjálfari þeirra á mótinu. Báðir stóðu sig vel en margir sterkir keppendur voru á mótinu.

Magnús lenti í 3. sæti í sínum riðli og fór í útsláttarkeppni í b-keppni („consolation“). Þar keppti hann við írskan leikmann og sigraði 3-1 í spennandi leik en í 8 manna úrslitum datt hann út gegn ísraelskum leikmanni.

Benedikt lenti einnig í 3. sæti í sínum riðli og sigraði í þeim riðli sama leikmann og Magnús, einnig 3-1. Hann tapaði svo naumlega 2-3 gegn heimamanni í fyrstu umferð útsláttarkeppni.

Báðir stóðu sig með sóma og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum í framtíðinni.

Frétt og myndir frá Ársæli Aðalsteinssyni.

Á forsíðunni er Magnús með írskum mótherja sem hann sigraði í útsláttarkeppni.

Einnig má lesa um mótið á vef ÍBR og sjá myndir úr ferðinni, sjá https://www.ibr.is/frettir/children-games

Aðrar fréttir