BH-A deildarmeistarar í 1. deild karla
Keppni lauk í 1. deild karla laugardaginn 8. febrúar, en þá var leikið í 9. og 10. umferð í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
A-lið BH varð deildarmeistari með 18 stig, og A-lið Víkings varð í 2. sæti með 17 stig. KR-A er með 10 stig og HK-A með 9 stig.
Þessi fjögur lið leika í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2025. Undanúrslitin fara fram 29. mars og úrslitin 5. apríl.
B-lið BH varð í 5. sæti deildinnar með 5 stig og mætir liðinu í 2. sæti 2. deildar, sem er HK-B, í leik um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili.
B-lið Víkings varð í neðsta sæti deildarinnar með 1 stig og fellur í 2. deild.
Lið deildarmeistara BH-A í lokaumferðunum skipuðu Birgir Ívarsson, Magnús Jóhann Hjartarson og Þorbergur Freyr Pálmarsson. Auk þeirra hefur Magnús Gauti Úlfarsson spilað með liðinu í vetur.
Úrslit úr einstökum viðureigum:
BH-B – Víkingur-A 0-6
BH-A – KR-A 6-2
HK-A – Víkingur-B 6-2
KR-A – Víkingur-A 2-6
BH-A – HK-A 6-1
BH-B – Víkingur-B 6-3
Myndir frá Ingimar Ingimarssyni og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.