Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH-A og KR-A ósigruð eftir fyrsta leikdag í 1. deild karla

Keppni hófst í 1. deild karla laugardaginn 1. október, en leikið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Leiknar voru tvær umferðir.

BH-A og KR-A unnu báða sína leiki og hafa 4 stig. BH-B og Víkingur-A hafa tvö stig og HK-A og Víkingur-B ekkert stig.

Úrslit í einstökum viðureigum:

1. deild karla
Dagsetning Tími Staður Lið 1   Lið 2 Úrslit
lau. 1.10.2022 10:00 Íþróttahúsið við Strandgötu BH-B BH-A 3-6
lau. 1.10.2022 10:00 Íþróttahúsið við Strandgötu Víkingur-A Víkingur-B 6-2
lau. 1.10.2022 10:00 Íþróttahúsið við Strandgötu KR-A HK-A 6-0
lau. 1.10.2022 14:00 Íþróttahúsið við Strandgötu KR-A Víkingur-A 6-0
lau. 1.10.2022 14:00 Íþróttahúsið við Strandgötu Víkingur-B BH-B 2-6
lau. 1.10.2022 14:00 Íþróttahúsið við Strandgötu HK-A BH-A 0-6

Á næstunni verða úrslitin í einstökum leikjum lesin inn á vef Tournament Software, sjá síðuna með úrslitum í 1. deild:

https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=C122CABA-C47D-4035-AB4B-1DA3D4686B08&draw=10

Næstu tvær umferðir fara fram í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 29. október, en þá hefst keppni í 1. deild kvenna.

Forsíðumynd af Íslandsmeisturum KR-A frá síðasta vori.

Aðrar fréttir