BH-A og Víkingur-A áfram efst í Raflandsdeildinni
Sjöunda og áttunda umferðin í Raflandsdeildinni voru leiknar í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 12. janúar og hafði BH umsjón með deildinni að þessu sinni.
Í Raflandsdeild kvenna mættust tvö efstu liðin, Víkingur-A og KR-A. KR-A hafði sigur 3-2 í hörkuleik, og hafa liðin nú bæði 14 stig í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Víkingskonur halda þó efsta sætinu á betra leikjahlutfalli en þær hafa hlutfallið 23-5 en KR er með hlutfallið 23-8. KR-B er í 3. sæti með 10 stig og BH hefur 8 stig og hafa þessi fjögur lið tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.
Í Raflandsdeild karla hefur BH-A enn forystu með fullt hús stiga, þ.e. 16 stig. Víkingur-A og KR-A hafa 12 stig og eiga Víkingar enn möguleika á að ná efsta sæti deildarinnar en þar hafa mun betra leikjahlutfall en KR-A. HK-A er í fjórða sæti með 6 stig og kemst einnig í úrslitakeppnina. KR-B hefur 2 stig og HK-B hefur ekkert stig og annað þessara liða fellur í 2. deild. Þau mætast einmitt innbyrðis síðasta leikdaginn.
Úrslit úr leikjum dagsins
Raflandsdeild kvenna
7. umferð
KR A – KR C 3-0
KR B – Samherjar 3-0 (Samherjar mættu ekki)
BH – Víkingur 0-3
8. umferð
BH – Samherjar 3-0 (Samherjar mættu ekki)
Víkingur – KR A 2-3
KR C – KR B 0-3
Raflandsdeild karla
7. umferð
HK B – Víkingur A 0-3
KR A – HK A 3-1
BH A – KR B 3-0
8. umferð
HK A – BH A 0-3
KR B- Víkingur A 0-3
KR A – HK B 3-0
Úrslit úr einstökum leikjum má sjá á vef Tournamet Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=5F6B23C6-A4BF-4DD7-9579-BCBF9F513EEE
Á forsíðumyndinni má sjá bræðurna Pétur, Skúla og Gest Gunnarssyni, sem skipuðu lið KR-B gegn Víkingi-A í Raflandsdeild karla.
ÁMU