BH-A og Víkingur-A efst í 1. deild karla og KR-A í 1. deild kvenna
Tvær umferðir voru leiknar í Raflandsdeildinni laugardaginn 21. október í TBR-húsinu í Laugardal. Að loknum fjórum umferðum eru BH-A og Víkingur-A efst í 1. deild karla með fullt hús stiga, 8 stig eftir 4 leiki. KR-A kemur næst með 4 stig, HK-A og Víkingur-B hafa 2 stig og Víkingur-C hefur ekkert stig.
1. deild karla
3. umferð
- Víkingur C – Víkingur A 0-3
- BH A – KR A 3-1
- Víkingur B – HK A 0-3
4. umferð
- Víkingur C – KR A 0-3
- Víkingur A – HK A 3-1
- BH A – Víkingur B 3-0
1. deild kvenna
3. umferð
- KR C – KR E 3-0
- KR D – KR B 0-3
- KR A – Víkingur 3-0
4. umferð
- KR C – KR B 3-2
- KR E – Víkingur 0-3
- KR D – KR A 0-3
Lið KR-A er efst í 1. deild kvenna með 8 stig en KR-C og Víkingur hafa 6 stig. KR-B og KR-D hafa 2 stig og KR-E ekkert stig.
Úrslit úr öllum leikjum eru komin á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=73CC2211-E100-4394-9C49-BF9A58B15225. Þar má einnig sjá fjölda leikja sem einstakir leikmenn hafa leikið og vinningshlutfall þeirra.
Á forsíðumyndinni má sjá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur og Þórunni Ástu Árnadóttur á Reykjavík International Games í janúar sl.
ÁMU