BH-A og Víkingur-A leika til úrslita í Keldudeild karla
BH-A sigraði HK-A 3-1 og Víkingur-A vann KR-A 3-0 í undanúrslitum Keldudeildarinnar, sem voru leikin í Íþróttahúsi Hagaskóla 24. apríl. BH-A og Víkingur-A leika því til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 1. maí.
Þann dag fara einnig fram úrslit í Keldudeild kvenna þar sem KR-A og Víkingur mætast.
Úrslit úr undanúrslitaleikjunum
BH-A – HK-A 3-1
- Birgir Ívarsson – Óskar Agnarsson 3-1
- Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson – Björn Gunnarsson 1-3
- Birgir/Magnús Gauti Úlfarsson – Björn/Örn Þórðarson 3-0
- Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson – Örn Þórðarson 3-0
Víkingur-A – KR-A 3-0
- Ingi Darvis Rodriguez – Pétur Gunnarsson 3-1
- Magnús Jóhann Hjartarson – Davíð Jónsson 3-2
- Daði Freyr Guðmundsson/Magnús – Ellert Kristján Georgsson/Pétur 3-2
Uppfært 1.5.2021.