Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH-A og Víkingur-A með fullt hús stiga í 1. deild karla

Fyrstu tvær umferðirnar í 1. deild karla voru leiknar í Íþróttahúsi Snælandsskóla 28. september. BH-A og Víkingur-A unnu báða leiki sína og eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Eins og sjá má á frétt um lán og leikmannaskipti frá 21.9. og lista yfir leikmenn í karlaliðum frá 16.9. hafa orðið nokkrar tilfærslur leikmanna á milli félaga auk þess sem nokkrir nýir erlendir leikmenn leika í deildinni í vetur.

Úrslit úr einstökum viðureignum:
BH-A – BH-B 6-0
KR-A – HK-A 5-5
Víkingur-A – Víkingur-B 6-1
HK-A – Víkingur-A 2-6
BH-B – KR-A 5-5
BH-A – Víkingur-B 6-0

Úrslit úr einstökum leikjum verða færð inn í Tournament Software forritið á næstu dögum og verða þá aðgengileg hér:

https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=5f66b372-516e-4b82-b692-d668f43584ce

Forsíðumynd úr viðureign HK-A og KR-A.

Aðrar fréttir