BH-A sigraði í 2. deild karla
BH-A sigraði í 2. deild karla í úrslitakeppninni, sem fram fór í Glerárskóla á Akureyri í dag. Liðið lagði Víking-D 4-1 í úrslitum. BH-A leikur því í aftur 1. deild á næsta ári eftir árs veru í 2. deild.
BH-A, sem sigraði í suðurriðli 2. deildar, mætti Samherjum-B, sem höfnuðu í 2. sæti norðurriðils í undanúrslitum, og sigraði BH-A örugglega 4-0. Akur-A, sem sigraði í norðurriðli, tapaði 1-4 fyrir Víkingi-D, sem varð í 2. sæti suðurriðils. Það voru því liðin úr suðurriðli sem mættust í úrslitum, eins og fram kemur hér að ofan.
Úrslit úr einstökum leikjum
Undanúrslit
Samherjar-B – BH-A 0-4
- Ingvi Stefánsson – Magnús Gauti Úlfarsson 0-3 (3-11, 4-11, 3-11) 0-1
- Jón Elvar Hjörleifsson – Tómas Ingi Shelton 0-3 (7-11, 7-11, 3-11) 0-2
- Jóhannes Bjarki Sigurðsson – Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 0-3 (5-11, 7-11, 4-11) 0-3
- Ingvi/Jón – Jóhannes/Tómas 0-3 (5-11, 7-11, 3-11) 0-4
Akur-A – Víkingur-D 1-4
- Júlíus Fannar Thorarensen – Ingi Darvis Rodriquez 0-3 (7-11, 4-11, 4-11) 0-1
- Hlynur Sverrisson – Kamil Mocek 3-0 (11-5, 11-8, 11-5) 1-1
- Markus Meckl – Ísak Indriði Unnarsson 1-3 (6-11, 5-11, 14-12, 5-11) 1-2
- Hlynur/Markus – Ingi/Ísak 1-3 (11-7, 9-11, 8-11, 6-11) 1-3
- Hlynur Sverrisson – Ingi Darvis Rodriquez 0-3 (8-11, 8-11, 8-11) 1-4
Úrslit
Vikingur-D – BH-A 1-4
- Ingi Darvis Rodriquez – Magnús Gauti Úlfarsson 1-3 (9-11, 13-11, 6-11, 6-11) 0-1
- Ísak Indriði Unnarsson – Birgir Ívarsson 0-3 (6-11, 6-11, 9-11) 0-2
- Kamil Mocek – Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 0-3 (6-11, 11-7, 3-11, 3-11) 0-3
- Ingi/Ísak – Jóhannes/Tómas Ingi Shelton 3-2 (11-9, 11-8, 7-11, 5-11, 15-13) 1-3
- Ísak Indriði Unnarsson – Magnús Gauti Úlfarsson 0-3 (7-11, 7-11, 8-11) 1-4
Á forsíðumyndinni má sjá f.v.: Víking-D (Ingi Darvis Rodriquez, Kamil Mocek og Ísak Indriði Unnarsson), BH-A (Magnús Gauti Úlfarsson, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Tómas Ingi Shelton, Birgir Ívarsson), Akur-A (Hlynur Sverrisson, Júlíus Fannar Thorarensen). Markus Meckl úr Akri-A og lið Samherja-B (Ingvi Stefánsson, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Jón Elvar Hjörleifsson) vantar á myndina.
ÁMU