BH-A sigraði KR-A í fyrsta undanúrslitaleiknum
Keppni í undanúrslitum í Raflandsdeild karla hófst með fyrstu viðureign BH-A og KR-A í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. BH-A sigraði 3-1 í viðureigninni.
Ungir leikmenn voru í aðalhlutverki í leiknum en fjórir af sex leikmönnum í liðunum eru fæddir 2000 og 2001.
Liðin mætast öðru sinni í Íþróttahúsi Hagaskóla miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20. Sigri BH-A er liðið komið í úrslit en ef KR-A vinnur verður leikinn oddaleikur í Hafnarfirði föstudaginn 23. febrúar. Streymt var beint frá leiknum á vefnum.
Úrslit í einstökum leikjum
BH-A – KR-A 3-1
- Birgir Ívarsson – Ingólfur Ingólfsson 1-3 (7-11, 8-11, 11-4, 7-11) 0-1
- Magnús Gauti Úlfarsson – Ellert Kristján Georgsson 3-0 (11-6, 11-4, 11-2) 1-1
- Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson/Magnús – Ellert/Karl A. Claesson 3-0 (14-12, 11-7, 11-2) 2-1
- Birgir Ívarsson – Karl A. Claesson 3-2 (6-11, 11-4, 11-6, 6-11, 11-7) 3-1
ÁMU