BH-A sigraði KR-A öðru sinni í Raflandsdeild karla og er komið í úrslit
A-lið BH sigraði A-lið KR öðru sinni í undanúrslitum í Raflandsdeild karla og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Lokastaðan í leiknum var 3-1. Íslandsmeistarar KR-A frá síðasta keppnistímabili eru því úr leik í deildinni.
Kári Ármannsson kom inn í liðið í stað Ingólfs Ingólfssonar og hann vann eina leik KR-inga, þegar hann vann Jóhannes Bjarka Urbancic Tómasson í hörkuleik.
Úrslit í einstökum leikjum
KR-A – BH-A 1-3
- Ellert Kristján Georgsson – Birgir Ívarsson 1-3 (4-11, 13-11, 6-11, 9-11) 0-1
- Kári Ármannsson – Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 3-2 (4-11, 17-15, 11-7, 1-11, 11-8) 1-1
- Ellert/Karl A. Claesson – Jóhannes/Magnús Gauti Úlfarsson 1-3 (4-11, 4-11, 11-6, 4-11) 1-2
- Kári Ármannsson – Magnús Gauti Úlfarsson 0-3 (5-11, 9-11, 9-11) 1-3
Mynd af háleitum leikmönnum BH frá Ingimar Ingimarssyni.
ÁMU (uppfært 22.2.)