BH-A, Víkingur-D og Víkingur-E sigruðu í 8. umferð í suðurriðli 2. deildar
Þrír leikir fóru fram í suðurriðli 2. deildar 9.-10. febrúar. Víkingur-D sigraði KR-C 4-0, Víkingur-E lagði BH-B 4-0 og BH-A vann KR-D 4-0. Með sigrinum tryggði BH-A sér sigur í suðurriðli deildarinnar.
Að loknum 8 umferðum hefur BH-A 16 stig, Víkingur-D 12 stig, KR-D 10 stig og Víkingur-E 8 stig. Þegar tvær umferðir eru eftir þrjú síðarnefndu liðin ennþá möguleika á að komast í undanúrslitin.
Úrslit úr einstökum leikjum
Víkingur-E – BH-B 4-0
- Pétur Ó. Stephensen – Kristján Kári Gunnarsson 3-0
- Jónas Marteinsson – Karl Jóhann Halldórsson 3-0
- Sigurður Herlufsen – Kristófer Júlían Björnsson 3-0
- Jónas/Pétur – Kristján/Kristófer 3-0
Víkingur-D – KR-C 4-0
Úrslit úr einstökum leikjum verða sett inn þegar þau hafa borist.
KR-D – BH-A 0-4
- Guðmundur Örn Halldórsson – Magnús Gauti Úlfarsson 1-3
- Hannes Guðrúnarson – Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 0-3
- Bjarni Gunnarsson – Birgir Ívarsson 2-3
- Bjarni/Hannes – Birgir/Magnús 1-3
Á forsíðumyndinni má sjá lið BH-A, sem tryggði sér sigur í suðurriðli 2. deildar í kvöld.
ÁMU