BH-B sigraði HK-B í leik um sæti í 1. deild
BH-B og HK-B mættust í umspilsleik um sæti í 1. deild karla á næsta keppnistímabili. Leikið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu þann 1. júní.
Leiknum lauk með 3-0 sigri BH-B, og leikur liðið þvi áfram í 1. deild keppnistímabilið 2022-2023.
Streymt var frá leiknum og má sjá leikinn á fésbókarsíðu BTÍ.
Einnig má sjá nánari umfjöllun um leikinn og keppnistímabilið á vef RÚV, https://www.ruv.is/frett/2022/06/01/bh-afram-i-efstu-deild-bordtennistimabilinu-lokid
Á næsta keppnistímabili leika því í 1. deild karla þessi lið: BH-A, BH-B, HK-A, KR-A, Víkingur-A og Víkingur-B.
Einnig átti að fara fram umspilsleikur um sæti í 2. deild á næsta keppnistímabili. Þar átti liðið í 5. sæti 2. deildar, Samherjar-A, að mæta liðinu í 2. sæti 3. deildar, BR-B. Lið Samherja mætti ekki til leiks, og lið BR-B leikur því í 2. deild á næsta keppnistímabili en Samherjar leika í 3. deild.
Í 2. deild eiga því keppnisrétt á næsta keppnistímabili eftirtalin lið: Akur-A, BR-A, BR-B, HK-B, HK-C og KR-B.