Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH-B sigraði í 2. deild

BH-B sigraði í KR-B 3-1 í úrslitum 2. deildar, sem fram fóru í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri laugardaginn 15. maí.

Í undanúrslitum vann BH-B Samherja-A 3-0 en KR-B vann Akur-A 3-2.

Í sigurliði BH-B voru Hlöðver Steini Hlöðversson, Sól Kristínardóttir Mixa og Tómas Ingi Shelton en auk þeirra léku Ingimar Ingimarsson og Þorbergur Freyr Pálmarsson með liðinu í vetur.

BH-B leikur því í 1. deild á næsta keppnistímabili. KR-B leikur við Víking-B um það hvort liðið muni spila í 1. deild á næsta tímabili skv. reglugerð um flokkakeppni BTÍ. Sá leikur verður auglýstur síðar.

Úrslit úr einstökum leikjum:

Undanúrslit

BH-B – Samherjar-A 3-0

  • Tómas Ingi Shelton – Úlfur Hugi Sigmundsson 3-0
  • Hlöðver Steini Hlöðversson – Heiðmar Örn Sigmarsson 3-0
  • Hlöðver/Sól Kristínardóttir Mixa – Heiðmar/Trausti Freyr Sigurðsson 3-1

Akur-A – KR-B 2-3

  • Mateusz Kanarek – Steinar Andrason 3-0
  • Markus Meckl – Skúli Gunnarsson 1-3
  • Daði Meckl/Markus – Eiríkur Logi Gunnarsson/Steinar 2-3
  • Mateusz Kanarek – Eiríkur Logi Gunnarsson 3-2
  • Daði Meckl – Skúli Gunnarsson 0-3

Úrslit

KR-B – BH-B 1-3

  • Eiríkur Logi Gunnarsson – Tómas Ingi Shelton 2-3
  • Elvar Pierre Kjartansson – Sól Kristínardóttir Mixa 3-0
  • Eiríkur/Skúli Gunnarsson – Hlöðver Steini Hlöðversson/Sól 2-3
  • Elvar Pierre Kjartansson – Hlöðver Steini Hlöðversson 1-3

Myndir: Tómas Ingi Shelton/Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson

Aðrar fréttir