Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH bikarinn fer fram þessa dagana

BH bikarinn, sem er boðsmót, fer fram þessa dagana í húsnæði BH í Álfafelli, í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Hægt er að fylgjast með mótinu og umfjöllun um það á síðu BH á YouTube. Fyrsti leikurinn fór á vefinn 4. ágúst og leikir halda svo áfram að koma á vefinn dagana á eftir.

Keppendur eru 16 alls, 8 í karlaflokki og 8 í kvennaflokki. Dregið var af handahófi og mætast þessir keppendur:

Konur

  • Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi – Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
  • Alexía Kristínardóttir Mixa, BH – Þóra Þórisdóttir, KR
  • Harriet Cardew, BH – Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
  • Anna Sigurbjörnsdóttir, KR – Sól Kristínardóttir Mixa, BH

Karlar

  • Birgir Ívarsson, BH – Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH
  • Skúli Gunnarsson, KR – Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
  • Magnús Gauti Úlfarsson, BH – Daði Freyr Guðmundsson, Víkingi
  • Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi – Davíð Jónsson, KR

Sjá nánar: https://www.youtube.com/watch?v=YTfzz-g_cjI&list=PLC-dA20kphd0j7pQZg3cVlZyIIkCo_2Id

Aðrar fréttir