BH bikarmeistari 2019
BH varð bikarmeistari í fyrsta skipti þegar A-lið BH sigraði B-lið BH 4-1 í úrslitum í bikarkeppni BTÍ, sem fór fram laugardaginn 9. nóvember 2019. Leikið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Í undanúrslitum lagði BH-A lið Víkings 4-0 en Víkingur hafði unnið bikarinn í síðustu þrjú skipti. Í hinum undanúrslitunum vann B-lið BH A-lið KR 4-2.
Alls voru 7 lið skráð til leiks. Í 8 liða úrslitum vann KR-A KR-B 4-2, Víkingur vann BH-C 4-1 og BH-B vann BH-D 4-0.
Eftirtaldir leikmenn skipuðu liðin í keppninni:
BH-A: Harriet Cardew, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson
BH-B: Sól Kristínardóttir Mixa, Tómas Charukevic, Tómas Ingi Shelton
KR-A: Pétur Gunnarsson, Skúli Gunnarsson, Þóra Þórisdóttir
Víkingur: Hlynur Sverrisson, Ladislav Haluska, Stella Karen Kristjánsdóttir
BH-C: Kristófer Júlían Björnsson, Sandra Dís Guðmundsdóttir, Þorbergur Freyr Pálmarsson
BH-D: Alexander Chavdarov Ivanov, Nikulás Dagur Jónsson, Þórdís Lilja Jónsdóttir
KR-B: Ellert Kristján Georgsson, Gestur Gunnarsson, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir
Forsíðumyndin tekin af fésbókarsíðu BTÍ, þar sem eru fjölmargar myndir frá keppninni. Einnig má sjá upptökur af leikjum úr keppninni.
Uppfært 13.11.